Ekki missa af gömlu myndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 09:00 Heiðar Helguson og Oliver Kahn fóru í störukeppni á Laugardalsvelli haustið 2003. Mynd/Þorvaldur Ö. Kristmundsson Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis. Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Það getur verið skemmtilegt að rifja upp augnablik úr íslenskri íþróttasögu sem fest hafa verið á filmu af færum ljósmyndurum. Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við. Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna. Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt. Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.Hlynur BæringssonMynd/ValliÞessi skylmingaþræll úr Hólminum var á dögunum valinn besti varnarmaðurinn í sænska körfuboltanum. Þarna er hann ungur með mikinn makka.Mynd/Valli„Logi kennir mér að tala við dömurnar,“ var fyrirsögnin á viðtali sem birtist við Aron Pálmarsson í Sport, aukablaði Fréttablaðsins sem kom út þann 6. apríl 2008. Aron var sautján ára, lék með FH og var á leið til Lemgo í Þýskalandi - enda í treyju Lemgo á myndinni sem Valgarður Gíslason tók. Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?Tveir góðirNordicphotos/GettyÁsgeir Sigurvinsson og Diego Maradona kljást í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1989.Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis.
Íþróttir Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira