Fótbolti

Guðbjörg hélt hreinu í fyrsta sigri Avaldsnes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty
Avaldsnes, nýliðarnir í norsku úrvalsdeildinni í kvennafótbolta, fengu sín fyrstu stig í dag þegar liðið vann 2-0 útisigur á Vålerenga.

Norska landsliðskonan Cecilie Pedersen skoraði bæði mörk Avaldsnes en þau komu á 77. og 89. mínútu leiksins.

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu en Avaldsnes hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum 1-2 (Arna-Bjørnar) og 1-4 (LSK).

Guðbjörg spilaði allan leikinn eins og Mist Edvardsdóttir en Þórunn Helga Jónsdóttir var tekin útaf á 54. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir lék ekki með vegna meiðsla.

Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Kolbotn þegar liðið vann 4-0 sigur á Sandviken. Fanndís lék fyrstu 77 mínúturnar í leiknum í dag.

Fanndís hafði skoraði tvö mörk í leiknum á undan en Kolbotn hefur skorað 10 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×