Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2013 13:29 Ingvar Guðjónsson. Mynd/Óskar Andri Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira