Segir Framara hafa dæmt leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. maí 2013 22:25 Aron Kristjánsson í Safamýri í kvöld Mynd/Daníel "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört." Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43