Körfubolti

Oddur og Oddur sömdu við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddur Ólafsson í leik með Hamar tímabilið 2009-10.
Oddur Ólafsson í leik með Hamar tímabilið 2009-10. Mynd/Valli

Nýliðar Vals hafa styrkt sig með tveimur leikmönnum fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta en það eru þeir Oddur Birnir Pétursson og Oddur Ólafsson. Þetta kom fyrst fram á karfan.is í kvöld.

Oddur Ólafsson er tvítugur bakvörður uppalinn í Hveragerði og spilaði með Hamri í úrvalsdeildinni tímabilið 2009-10 en Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var þá þjálfari Hamars-liðsins.

Oddur var við nám í Bandaríkjunum en kom til Hamars á miðju tímabili og var þá með 9,4 stig og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni.

Oddur Birnir Pétursson er 19 ára bakvörður úr Njarðvík sem var á öðru ári í meistaraflokk Njarðvíkur og hefur leikið með 16 ára og 18 ára landsliðum Íslands. Oddur var með 1,4 stig og 1,1 fráköst að meðaltali á 8,1 mínútu í Domnios-deildinni á síðasta tímabili.

Oddur Birnir skoraði 13,0 stig og tók 14,0 fráköst í leik þegar Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki karla á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×