Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 19:45 Bojan Pandzic ásamt aðstoðarmönnum sínum á góðri stundu, Mynd/www.daladomare.n.nu Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira