Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum 11. maí 2013 19:29 Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira