Maldonado: Chilton er hættulegur Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 19:00 Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum. Formúla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum.
Formúla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira