Rosberg á ráspól í þriðja skiptið í röð Birgir Þór Harðarson skrifar 25. maí 2013 13:03 Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. Liðsfélgi Rosbergs, Lewis Hamilton, verður annar en var nálægt því að krækja í ráspól í fyrsta sinn í Mónakó. Aðeins nokkrum sekúndum eftir að Hamilton náði besta tíma ók Rosberg yfir línuna og stal hnossinu. Það verða því tveir Mercedes-bílar fremstir á ráslínu í kappakstrinum. Faðir Nico, Finninn Keke Rosberg, vann þennan kappakstur í Formúlu 1 fyrir 30 árum. Sá glotti í myndavélarnar þegar ljóst var að sonurinn yrði á ráspól og í kjörstöðu fyrir kappaksturinn. Framúrakstur er gríðarlega erfiður í Mónakó svo góð rásstaða er mikilvæg. Sebastain Vettel á Red Bull var því kannski ekkert ofboðslega sáttur með þriðja sætið í tímatökunni. Red Bull og Mercedes voru í stuði í dag vegna þess hve kalt var. Tímatakan fór fram í bleytu en á morgun verður heitara í veðri og spáð er sól og blíðu. Ferrari og Lotus munu að öllum líkindum standa betur að vígi í þeim aðstæðum en keppinautarnir. Mark Webber var fjórði fljótasti ökuþórinn. Hann ekur Red Bull-bíl eins og Vettel. Á eftir honum ræsa Kimi Raikkönen á Lotus, Fernando Alonso á Ferrari og Sergio Perez á McLaren. Felipe Massa varð að sitja hjá í tímatökunni vegna skemmdana sem hann vann á Ferrari-bíl sínum þegar hann ók í vegriðið á æfingunni í morgun. Liðið náði ekki að tjasla bílnum saman í tæka tíð. Massa ræsir því aftastur. Þá gerðist það í fyrsta sinn síðan í Belgíu 2010 að Caterham náði bíl inn í aðra lotu tímatökunnar. Giedo van der Garde sá við Paul di Resta og ræsir fimmtándi á undan Pastor Maldonado.Staðan í tímatökum nrÖkuþórBíll/vélTímibil1Nico RosbergMercedes1'13.876-2Lewis HamiltonMercedes1'13.9670.0913Sebastian VettelRed Bull/Renault1'13.9800.1044Mark WebberRed Bull/Renault1'14.1810.3055Kimi RäikkönenLotus/Renault1'14.8220.9466Fernando AlonsoFerrari1'14.8240.9487Sergio PérezMcLaren/Mercedes1'15.1381.2628Adrian SutilForce India/Mercedes1'15.3831.5079Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'15.6471.77110Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'15.7031.82711Nico HülkenbergSauber/Ferrari1'18.3314.45512Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'18.3444.46813Romain GrosjeanLotus/Renault1'18.6034.72714Valtteri BottasWilliams/Renault1'19.0775.20115G.van der GardeCaterham/Renault1'19.4085.53216Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.6887.81217Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.32212.44618Charles PicCaterham/Renault1'26.63312.75719E.GutiérrezSauber/Ferrari1'26.91713.04120Max ChiltonMarussia/Cosworth1'27.30313.42721Jules BianchiMarussia/Cosworth--22Felipe MassaFerrari-- - Allir tímar eru óopinberir - Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg verður fremstur á ráslínu í Mónakókappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur umhverfis götubrautina þröngu í tímatökunum sem lauk nú rétt í þessu. Liðsfélgi Rosbergs, Lewis Hamilton, verður annar en var nálægt því að krækja í ráspól í fyrsta sinn í Mónakó. Aðeins nokkrum sekúndum eftir að Hamilton náði besta tíma ók Rosberg yfir línuna og stal hnossinu. Það verða því tveir Mercedes-bílar fremstir á ráslínu í kappakstrinum. Faðir Nico, Finninn Keke Rosberg, vann þennan kappakstur í Formúlu 1 fyrir 30 árum. Sá glotti í myndavélarnar þegar ljóst var að sonurinn yrði á ráspól og í kjörstöðu fyrir kappaksturinn. Framúrakstur er gríðarlega erfiður í Mónakó svo góð rásstaða er mikilvæg. Sebastain Vettel á Red Bull var því kannski ekkert ofboðslega sáttur með þriðja sætið í tímatökunni. Red Bull og Mercedes voru í stuði í dag vegna þess hve kalt var. Tímatakan fór fram í bleytu en á morgun verður heitara í veðri og spáð er sól og blíðu. Ferrari og Lotus munu að öllum líkindum standa betur að vígi í þeim aðstæðum en keppinautarnir. Mark Webber var fjórði fljótasti ökuþórinn. Hann ekur Red Bull-bíl eins og Vettel. Á eftir honum ræsa Kimi Raikkönen á Lotus, Fernando Alonso á Ferrari og Sergio Perez á McLaren. Felipe Massa varð að sitja hjá í tímatökunni vegna skemmdana sem hann vann á Ferrari-bíl sínum þegar hann ók í vegriðið á æfingunni í morgun. Liðið náði ekki að tjasla bílnum saman í tæka tíð. Massa ræsir því aftastur. Þá gerðist það í fyrsta sinn síðan í Belgíu 2010 að Caterham náði bíl inn í aðra lotu tímatökunnar. Giedo van der Garde sá við Paul di Resta og ræsir fimmtándi á undan Pastor Maldonado.Staðan í tímatökum nrÖkuþórBíll/vélTímibil1Nico RosbergMercedes1'13.876-2Lewis HamiltonMercedes1'13.9670.0913Sebastian VettelRed Bull/Renault1'13.9800.1044Mark WebberRed Bull/Renault1'14.1810.3055Kimi RäikkönenLotus/Renault1'14.8220.9466Fernando AlonsoFerrari1'14.8240.9487Sergio PérezMcLaren/Mercedes1'15.1381.2628Adrian SutilForce India/Mercedes1'15.3831.5079Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'15.6471.77110Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'15.7031.82711Nico HülkenbergSauber/Ferrari1'18.3314.45512Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'18.3444.46813Romain GrosjeanLotus/Renault1'18.6034.72714Valtteri BottasWilliams/Renault1'19.0775.20115G.van der GardeCaterham/Renault1'19.4085.53216Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'21.6887.81217Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.32212.44618Charles PicCaterham/Renault1'26.63312.75719E.GutiérrezSauber/Ferrari1'26.91713.04120Max ChiltonMarussia/Cosworth1'27.30313.42721Jules BianchiMarussia/Cosworth--22Felipe MassaFerrari-- - Allir tímar eru óopinberir -
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira