Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 12:15 Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. „Þetta er magnað. Enska knattspyrnusambandið fær að halda úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvö þýsk lið komast í úrslitaleikinn. Í það minnsta mun þýskt lið tapa á Wembley og það hefur ekki gerst að ég held síðan á HM 1966," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég held að það sé óhætt að halda því fram að tvö bestu lið Evrópu í dag séu að mætast í úrslitaleiknum. Þau sýndu það og sönnuðu í undanúrslitaleikjunum á móti Real Madrid og Bayern München," sagði Fjörtoft en Gummi spurði hann út í það af hverju þýsku liðin séu svona sterk. „Bayern er alltaf með öflugt lið og liðið var í úrslitaleiknum bæði 2010 og 2012. Bayern hefur verið og mun alltaf vera í hópi þeirra bestu. Dortmund fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeildinni í fyrra þar sem liðið spilaði kannski svolítið barnalega en það er allt annað að sjá þá í ár. Vörnin er góð með Hummels, Weidenfeller markvörður hefur átt gott tímabil og svo hefur Reus komið sterkur inn og er orðinn einn af þessum bestu í Evrópu. Það má heldur ekki gleyma Robert Lewandowski sem hefur verið sjóðheitur," sagði Jan Åge Fjörtoft. „Ég tel samt að reynsla sé gríðarlega mikilvæg ætli lið að ná árangri í Meistaradeildinni. Leikmenn þurfa að læra inn á öll þessi ferðalög og að fyllast ekki af stressi við það að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leik," sagði Fjörtoft. En er ekki meiri pressa á Bayern München í þessum leik? „Það er engin vafi á því að það er meiri pressa á Bayern. Leikmenn eins og Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Thomas Müller hafa ekki unnið neitt á alþjóðlegum vettvangi og í Þýskalandi verður þú að vinna eitthvað utan Þýskalands til að vera talinn vera frábær leikmaður," sagði Fjörtoft. „Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Dortmund munu tala um hversu gaman það er að vera í London og að þetta sé mikið ævintýri. Þeir eru samt brjálaðir út í Bayern fyrir að taka frá þessum bestu leikmennina, fyrst Mario Götze og svo býst ég við að Robert Lewandowski fari þangað líka," sagði Fjörtoft en er Lewandowski að fara til Bayern. „Allar mínar heimildir segja að Lewandowski fari til Bayern í sumar en svo mun hann örugglega skora sigurmarkið í úrslitaleiknum," sagði Fjörtoft léttur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira