Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Birgir Þór Harðarson skrifar 24. maí 2013 21:30 Prost hyggir að Formúla 1 muni breytast helling á næsta ári. Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira