Phil Jackson: Tæki Bill Russell á undan Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2013 22:45 Bill Russell og Michael Jordan. Mynd/AFP Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni. Það er þó ekki alveg svo gott. Jackson myndi nefnilega ekki velja Jordan fyrst í liðið sitt fengi hann að velja úr öllum NBA-leikmönnum sögunnar en það kom í ljós í viðtali hans á Time.com. „Það er mitt mat að leikmaðurinn sem yrði að vera í liðinu væri Bill Russell. Hann vann ellefu meistaratitla sem leikmaður. Meistaratitlar eru minn mælikvarði á yfirburðum leikmanna," sagði Phil Jackson við blaðamanna Time.com. Jackson var hinsvegar ekki eins viljugur í að velja á milli þeirra Michael Jordan og Kobe Bryant. „Ég myndi bara kasta upp á það. Þeir voru það góðir að það skipti ekki máli hvor þeirra kæmi upp," sagði Jackson. Jackson vann sex meistaratitla með Michael Jordan hjá Chicago Bulls og fimm með Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers. Bill Russell var miðherji Boston Celtics frá 1956–1969. Hann vann ellefu titla á þrettán tímabilum þar af tvo síðustu titlana sem spilandi þjálfari. Russell var með 15,1 stig, 22,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum og varði auk þess fjölmörg skot en sú tölfræði var ekki tekin saman á hans tíma. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni. Það er þó ekki alveg svo gott. Jackson myndi nefnilega ekki velja Jordan fyrst í liðið sitt fengi hann að velja úr öllum NBA-leikmönnum sögunnar en það kom í ljós í viðtali hans á Time.com. „Það er mitt mat að leikmaðurinn sem yrði að vera í liðinu væri Bill Russell. Hann vann ellefu meistaratitla sem leikmaður. Meistaratitlar eru minn mælikvarði á yfirburðum leikmanna," sagði Phil Jackson við blaðamanna Time.com. Jackson var hinsvegar ekki eins viljugur í að velja á milli þeirra Michael Jordan og Kobe Bryant. „Ég myndi bara kasta upp á það. Þeir voru það góðir að það skipti ekki máli hvor þeirra kæmi upp," sagði Jackson. Jackson vann sex meistaratitla með Michael Jordan hjá Chicago Bulls og fimm með Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers. Bill Russell var miðherji Boston Celtics frá 1956–1969. Hann vann ellefu titla á þrettán tímabilum þar af tvo síðustu titlana sem spilandi þjálfari. Russell var með 15,1 stig, 22,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum og varði auk þess fjölmörg skot en sú tölfræði var ekki tekin saman á hans tíma.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira