Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 07:28 Tony Parker rennur til á gólfinu í lokasókn San Antonio Spurs. Sá franski hélt sér á fótunum og skoraði skömmu síður lokakörfuna. Nordicphotos/AFP Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker. NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker.
NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira