Miami þvingaði fram oddaleik með ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2013 07:19 Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira