Ginobili og Green fóru á kostum | San Antonio yfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2013 10:37 San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007. NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007.
NBA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira