Greiða engan virðisaukaskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 18:30 Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent