Guardiola brjálaður út í Börsunga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 10:51 Vilanova (t.v.) og Guardiola. Nordicphotos/Getty „Ég sagði forsetanum og forráðamönnum Barcelona að ég ætlaði í 6000 km fjarlægð og bað þá um að láta mig í friði. Þeir hafa ekki staðið við orð sín," sagði Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, á blaðamannafundi í gær. Guardiola sagðist vera afar ósáttur yfir því að vera sakaður um að hafa ekki reynt að heimsækja Tito Vilanova, fyrrum aðstoðarmann sinn og núverandi þjálfara Barcelona, þegar Vilanova var í krabbameinsmeðferð í New York. „Ég stóð mína plikt hjá Barcelona og ákvað að halda annað. Ég vil að þeir haldi áfram að einbeita sér að vinnu sinni og óska þeim alls hins best. Þeirra árangur yrði einnig minn. Ég þarf ekki að útskýra tilfinningar mínar gagnvart félaginu," sagði Guardiola. Bæjarar eru við æfingar við Guardavatnið á Ítalíu þar sem Guardiola svaraði spurningum blaðamanna. „Þeir hafa farið einum of oft yfir strikið," sagði Guardiola. „Ég mun aldrei gleyma því að þeir nýttu sér veikindi Tito til að koma höggi á mig," sagði Guardiola. Sá spænski nýtti tækifærið og ræddi dvöl sína í New York þegar hann, þrátt fyrir allt, heimsótti Vilanova. „Ég hitti hann einu sinni. Ástæða þess að ég sá hann ekki oftar var sú að það var ekki mögulegt. Sökin var ekki mín. Að halda því fram að ég hafi ekki viljað allt hið besta fyrir félaga minn til margra ára er til skammar. Ég átti ekki von á því," sagði Guardiola. Hann skoraði á Sandro Rosell, forseta Barcelona, og aðra stjórnarmenn að svara sér ef þeir töldu sig vera að ljúga því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
„Ég sagði forsetanum og forráðamönnum Barcelona að ég ætlaði í 6000 km fjarlægð og bað þá um að láta mig í friði. Þeir hafa ekki staðið við orð sín," sagði Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, á blaðamannafundi í gær. Guardiola sagðist vera afar ósáttur yfir því að vera sakaður um að hafa ekki reynt að heimsækja Tito Vilanova, fyrrum aðstoðarmann sinn og núverandi þjálfara Barcelona, þegar Vilanova var í krabbameinsmeðferð í New York. „Ég stóð mína plikt hjá Barcelona og ákvað að halda annað. Ég vil að þeir haldi áfram að einbeita sér að vinnu sinni og óska þeim alls hins best. Þeirra árangur yrði einnig minn. Ég þarf ekki að útskýra tilfinningar mínar gagnvart félaginu," sagði Guardiola. Bæjarar eru við æfingar við Guardavatnið á Ítalíu þar sem Guardiola svaraði spurningum blaðamanna. „Þeir hafa farið einum of oft yfir strikið," sagði Guardiola. „Ég mun aldrei gleyma því að þeir nýttu sér veikindi Tito til að koma höggi á mig," sagði Guardiola. Sá spænski nýtti tækifærið og ræddi dvöl sína í New York þegar hann, þrátt fyrir allt, heimsótti Vilanova. „Ég hitti hann einu sinni. Ástæða þess að ég sá hann ekki oftar var sú að það var ekki mögulegt. Sökin var ekki mín. Að halda því fram að ég hafi ekki viljað allt hið besta fyrir félaga minn til margra ára er til skammar. Ég átti ekki von á því," sagði Guardiola. Hann skoraði á Sandro Rosell, forseta Barcelona, og aðra stjórnarmenn að svara sér ef þeir töldu sig vera að ljúga því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira