Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason skoraði stórglæsilegt mark fyrir lið sitt Lilleström í 2-2 jafntefli gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Pálmi Rafn, sem er þekktur fyrir glæsimörk sín í norska boltanum, kom gestunum frá Lilleström í 2-0 með glæsimarki með hjólhestaspyrnu á 48. mínútu. Heimamenn skoruðu hins vegar tvívegis í síðari hálfleiknum og tryggðu sér stig. Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, lagði upp síðara markið.
Viking situr í 3. sæti með 30 stig en Lilleström er í 10. sæti með 22 stig.
Markið hjá Pálma Rafni má sjá hér.
Hjólhestaspyrnumark Pálma Rafns í jafntefli | Myndband
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
