Fótbolti

Jóhann Berg: Förum til Sviss til að vinna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann lætur hér vaða á markið.
Jóhann lætur hér vaða á markið.
„Þetta var illa klárað hjá mér. Ég hefði átt að klára þetta færi en svona var þetta. Það er gott að þetta var æfingaleikur, næst þegar það er keppnisleikur þá skora ég,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson sem lék mjög vel fyrir Ísland í dag þó hann hafi farið illa með dauðafæri einn gegn markverði um miðjan seinni hálfleikinn.

„Við bjuggumst við því að Færeyingar myndu liggja til baka og við myndum stjórna leiknum. Hraðinn í fyrri hálfleik var ekki góður en að sama skapi var seinni hálfleikur töluvert betri þar sem við fengum færi til að vinna þennan leik stærra en 1-0.

„Markvörðurinn þeirra varði mjög vel hjá Alfreð og ég og Kolbeinn áttum báðir að gera betur og skora en þetta var æfingaleikur og við munum nýta þessi færi í keppnisleik.

„Við förum í alla leiki til að vinna og við munum ætla okkur að gera það úti á móti Sviss. Þegar við höldum áfram að vinna þá kemur sjálfstraust í liðið.

„Það er mjög gott kom hérna heim og fá hópinn saman. Á æfingum erum við að hugsa um leikinn á móti Sviss og vinnum í taktískum áherslum fyrir þann leik,“ sagði Jóhann Berg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×