Körfubolti

Hlynur: Margt mjög furðulegt

Hlynur sendir dómaranum tóninn eftir leik.
Hlynur sendir dómaranum tóninn eftir leik. mynd/daníel
„Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt af þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator.

„Ég átti mjög lélegan leik í kvöld og það gerði ég mjög heiðarlega. Ég gat ekki betur og ég vona að það hafi verið það sama hjá honum. Auðvitað gerði maður eitthvað gott og reyndi að hjálpa og ég vona að það sé það sama hjá öllum.

„Við lentum í því í þriðja leikhluta að skjóta bara fyrir utan og þá kom engin pressa á þeirra körfu og þeir tóku fráköst auðveldlega. Það kom smá taugaveiklun í okkur. Við erum ekki vanir því að vera í þessari stöðu og að spila um eitthvað mikilvægt. Það var þessi kafli sem fer með okkur.

„Þetta gat dottið hvoru megin sem var í restina. Mér fannst vera brotið á Jóni í restina en þetta var leikur fyrir bæði lið að taka þarna í restina. Það datt með þeim,“ sagði Hlynur sem var ekki tilbúinn að hugsa um leikinn gegn Rúmeníu í kvöld en lofaði að vera klár í slaginn á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×