Handbolti

Heimir Örn spilar með Hömrunum

Heimir Örn Árnason.
Heimir Örn Árnason.
Hamrarnir á Akureyri hafa samið við Heimi Örn Árnason um að spila með liðinu í 1. deild karla í vetur. Heimir hefur verið lykilmaður í liði Akureyrar undanfarin ár en hann þjálfar nú liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna frægu eftir síðasta tímabil.

Heimir mun þó spila með Hömrunum á tímabilinu eftir því sem tími hans leyfir og kemur hann með dýrmæta reynslu í leikmannahópinn.

Þá mun markmaðurinn Stefán “Uxi” Guðnason spila með Hömrunum en hann var markmaður Akureyrar á síðasta tímabili.

Þorvaldur Þorvaldsson er aðalþjálfari Hamranna en leikmannahópur liðsins er óðum að taka á sig mynd. Liðið æfir nú þrisvar sinnum í viku og verður endanlegur leikmannahópur tilbúinn í byrjun september.

Hamrarnir voru stofnaðir árið 2005 og hafa tekið þátt í utandeildinni í handbolta, sem og deildar- og bikarkeppnum í fótbolta. Þetta verður því í fyrsta skipti sem að Hamrarnir munu taka þátt í næst efstu deild handboltans en það eru fyrrum leikmenn Akureyrar Handboltafélags sem standa að stofnun liðsins.

Keppni í 1. deild karla hefst 20. september en ellefu félög taka þátt í deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×