Fótbolti

Norskri goðsögn blöskrar laun Veigars Páls

Gulbrandsen í landsleik.
Gulbrandsen í landsleik.
Eitt stærsta nafnið í norska kvennaboltanum, Solveig Gulbrandsen, tjáir sig um launamál Veigars Páls Gunnarssonar á Twitter í dag.

Veigar Páll gerði það lengi vel gott í norska boltanum, var með betri mönnum deildarinnar og fékk borgað eftir því.

Það eru augljóslega ekki sömu peningar í kvennaboltanum.

"Veigar var með 3 milljónir íslenskra króna á mánuði og bónusa. Það er sjúklega mikill peningur. Gefið mér 20 prósent af því og ég verð rík," sagði Gulbrandsen á Twitter.

Gulbrandsen lék á sínum tíma 154 landsleiki fyrir Noreg og var í liði Noregs sem vann Ólympíuleikana árið 2000. Hún er aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðið Valerenga í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×