Handbolti

Grótta og Afturelding unnu sína leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Örn Ingi Bjarkarson.
Örn Ingi Bjarkarson. Mynd/Vilhelm
Grótta og Afturelding eru efst eftir fyrsta daginn á UMSK móti karla sem fram fer um helgina í Digranesi. Fyrstu leikir mótsins fóru fram í kvöld.

Vilhjálmur Hauksson skoraði tólf mörk í tveggja marka sigri Gróttu á Stjörnunni en bæði liðin spila í 1. deildinni í vetur. Einar Hólmgeirsson, fyrrverandi stórskytta íslenska landsliðsins, er kominn af stað á ný en hann skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld.

Strákarnir hans Konráðs Olavsonar í Aftureldingu voru einu marki undir í hálfleik á móti HK en mjög góður seinni hálfleikur skilaði Mosfellingum öruggum átta marka sigri.

Úrslit og markaskorarar í UMSK-mótinu í kvöld:



Grótta - Stjarnan 33-31 (17-14)

Mörk Gróttu: Vilhjálmur Hauksson 12, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Aron Jóhannsson    4, Þráinn Jónsson 3, Davíð Hlöðversson 3, Þorgeir Davíðsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 1, Friðrik Jónasson 1, Hjalti Hjaltason 1.

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorkelsson 6, Starri Friðriksson 4, Rúnar Kristmannsson 3, Egill Magnússon 3, Finnur Jónsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Víglundur Jarl Þórsson    2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Einar Hólmgeirsson 2, Hilmar Pálsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1.



Afturelding - HK 33-25 (14-15)

Mörk Aftureldingar: Ágúst Birgisson 7, Árni Eyjólfsson 6, Örn Ingi Bjarkarson  5. Jóhann Jóhannsson 4, Einar Héðinsson 3, Birkir Benediktsson 2, Pétur Júníusson 2, Böðvar Ásgeirsson 2, Kristinn Bjarkarson 1, Fannar Rúnarsson 1.

Mörk HK: Daníel Berg Grétarsson 5, Davíð Ágústsson 4, Eyþór Magnússon 4, Atli Karl Bachman 4, Jóhann Gunnlaugsson 3, Garðar Svansson 3, Leó Snær Pétursson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×