Fótbolti

Arnór og félagar á toppinn eftir endurkomusigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Arnór Smárason og félagar í Helsingborg komust á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni eftir 4-2 heimasigur á Brommapojkarna í kvöld. Helsingborg skoraði tvö síðustu mörkin sín á síðustu sex mínútum leiksins.

Helsingborg tók toppsætið af Malmö FF á betri markatölu en bæði lið eru nú með 44 stig. Malmö á hinsvegar leik inni um helgina. Helsingborg hefur ennfremur unnið þrjá deildarleiki í röð.

Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsingborg en var tekinn af velli á 71. mínútu í stöðunni 2-2.

Mattias Lindström skoraði þriðja mark Helsingborg á 84. mínútu en hann hafði einnig jafnaði metin í 1-1 á 47. mínútu. Robin Simovic kom Helsingborg í 2-1 á 52. mínútu en Brommapojkarna jöfnuðu í 2-2 sjö mínútum síðar.

Álvaro Santos, sem kom inn á fyrir Arnór, innsiglaði síðan 4-2 sigur með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×