Freyr tekur við kvennalandsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 13:18 Freyr Alexandersson. Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira