Alonso blæs á sögusagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:15 Alonso í sólinni á Ítalíu. Nordicphotos/Getty Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira