Andy Murray mun ekki verja titil sinn á Opna bandaríska meistaramótinu í Tennis en hann tapaði illa fyrir Stanislas Wawrinka 6-4, 6-3 og 6-2 á Flushing Meadows-vellinum í Bandaríkjunum.
Murray hefur átt í erfileikum með að finna sig eftir að hann vann Wimbledon mótið í sumar fyrir tveimur mánuðum.
„Þetta var erfiður dagur fyrir mig,“ sagði Murray við BBC eftir leikinn í kvöld.
„Andstæðingurinn lék frábærlega í kvöld og uppgjafir hans voru magnaðar í allt kvöld.“
Wawrinka er kominn í undanúrslit á mótinu og hefur hann aldrei náð eins langt á stórmóti. Þar mætir hann Novak Djokovic.
Murray mun ekki verja titilinn á Opna bandaríska
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn