Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. hefur þurft að biðjast afsökunar eftir að miður falleg mynd var sett á Instagram-síðuna hans.
Á myndinni er gert grín að vímuefnavanda hnefaleikafrömuðarins Oscar de la Hoya. De la Hoya var einn þeirra sem stóð fyrir bardaga Mayweather og Alvarez um síðustu helgi. De la Hoya gat þó ekki mætt á bardagann þar sem hann fór í meðferð í síðustu viku.
Mayweather segist ekki hafa sett myndina sjálfur á Instagram eða veitt leyfi fyrir birtingu hennar.
"Ég hef áður sagt að ég stend fyllilega með Oscar í hans baráttu. Ég myndi aldrei móðga neinn svona sem er í erfiðri baráttu. Ég bið Oscar og fjölskyldu hans afsökunar á þessum mistökum og óska honum sem fyrr alls hins besta," sagði Mayweather.
Gerði grín að vímuefnavanda De la Hoya

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



