Innlent

Skipun sviðsforseta HA frestað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ekki hefur enn verið tekin ákörðun hver verður nýr sviðsforesti hjá hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Rektor HA, Stefán B. Sigurðsson, frestaði í gær á fundi háskólaráðs skipun nýs sviðsforseta en samkvæmt upplýsingingum Akureyrar vikublaðs þóttu ekki forsendur á fundinum í gær til að taka ákvörðun um ráðningu. Engum umsækjanda hefur þó enn verið hafnað.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður, fékk flest atkvæði umsækjenda meðal starfsmanna sviðsins í kosningu. Héraðsfréttablaðið Vikudagur hefur haft eftir nafnlausum heimildarmanni að kurr sé meðal starfsmanna sviðsins vegna þróunar mála og upplýsingabrests í tengslum við kosninguna en sá kurr hefur verið borið til baka af fráfarandi forseta sviðsins.

Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagskrárstjóri Rúv var á meðal umsækjenda og kom það sumum starfsmanna á óvart að hún skyldi detta út strax í fyrri hluta kosninganna meðal starfsmanna. Aðeins eitt atkvæði skildi að Ólínu og Rögnvald Ingþórsson í úrslitakosningu. Ólína fékk 20 en Rögnvaldur 19. Nokkrir seðlar voru auðir. Næsti fundur Háskólaráðs verður 30. sept og er búist við að þá verði ráðning nýs sviðsforseta gerð opinber.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×