Oscar de la Hoya mun ekki verða viðstaddur bardaga Floyd Mayweather Jr. og Canelo Alavarez um helgina. Gulldrengurinn er farinn í meðferð.
Bardaginn er á vegum fyrirtækis De la Hoya, Golden Boy Promotions.
De la Hoya hefur áður viðurkennt að hafa átt í vandræðum bæði með áfengi og kókaín.
Hann tók ekki sérstaklega fram af hverju hann væri farinn í meðferð að þessu sinni.
"Ég óska honum alls hins besta. Vonandi kemst hann í gegnum þetta eins og meistari," sagði Mayweather.
Bardaginn stóri verður í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
