Fótbolti

Nýtt gervigras lagt í Fífunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Menn vinna hörðum höndum að því að koma nýja grasinu á sinn stað.
Menn vinna hörðum höndum að því að koma nýja grasinu á sinn stað. Mynd/Helgi Viðar Hilmarsson, ljósmyndari Blika
Undanfarnar vikur hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum að því að koma nýju gervigrasi á knattspyrnuvöllinn í Fífunni sem staðsettur er innandyra á æfingasvæði Breiðabliks.

Höllin verður opnuð á ný eftir rúmlega viku. Ákveðnar breytingar hafa einnig  verið gerðar á skipulagi hallarinnar en hlaupabrautin hefur verið færð yfir í vesturhlutann og héðan í frá verða því áhorfendapallar austanmegin.

Fífan var opnuð árið 2002 og var algjör bylting í knattspyrnuþjálfun á sínum tíma. Það var samt sem áður komin tími á gamla gervigrasið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×