Halmstad og Göteborg töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad og Hjálmar Jónsson í liði Göteborg en Kristinn Steindórsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu á bekknum alla leikina.
Göteborg varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en þar eru þeir að berjast við Malmö og Helsingborg. Það eru fáir leikir eftir af tímabilinu og eru Göteborg núna einu stigi á eftir Malmö sem eiga leik til góða í toppsætinu.
Halmstad tapaði 4-1 gegn Djurgarden á heimavelli og er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni eftir tap dagsins. Þeir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum í deildinni.
Slæmur dagur fyrir Íslendinga í Svíþjóð
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
