Margrét Lára: Þær voru miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:30 Margrét Lára tekur sprettinn í kvöld. mynd/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira