Jackass-stjarna safnar fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2013 19:04 Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“ Íslandsvinir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“
Íslandsvinir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira