Íslenski boltinn

Síðasta tækifæri stelpnanna til að vinna leik í Laugardalnum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna sigri á móti Noregi haustið 2011.
Íslensku stelpurnar fagna sigri á móti Noregi haustið 2011. Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Sviss á Laugardalsvellinum í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015 sem og fyrsta leik sínum undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Íslensku stelpurnar hafa aðeins spilað einn annan leik á Laugardalsvellinum á árinu en liðið tapaði 2-3 á móti Skotum í byrjun júní. Liðið mun ekki spila fleiri heimaleiki á þessu ári en átta af tíu leikjum undankeppninnar fara fram á árinu 2014.

Þetta er því síðasta tækifæri stelpnanna til að vinna leik í Laugardalnum í ár en það eru liðin níu ár síðan að íslenska kvennalandsliðið náði ekki að vinna leik í Laugardalnum.

Íslenska kvennalandsliðinu mistókst síðast að vinna leik á Laugardalsvelli árið 1994 en liðið tapaði þá báðum leikjum sínum sem voru á móti Rússlandi og Frakklandi.

Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið 14 af 17 leikjum sínum á Laugardalsvellinum frá árinu 2007.

Leikir íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvellinum 2004-2013:

2013

26. september. HM: Ísland-Sviss klukkan 18.30

1. júní, vináttuleikur: 2-3 tap fyrir Skotlandi

2012

25. október, EM: 3-2 sigur á Úkraínu

15. september, EM: 2-0 sigur á Norður-Írlandi

16. júní, EM: 3-0 sigur á Ungverjalandi

2011

21. september, EM: 0-0 jafntefli við Belgíu

17. september, EM: 3-1 sigur á Noregi

19. maí, EM: 6-0 sigur á Búlgaríu

2010

21. ágúst, HM: 0-1 tap fyrir Frakklandi

22 júní, HM: 3-0 sigur á Króatíu

19. júní, HM: 2-0 sigur á Norður-Írlandi

2009

17. september, HM: 12-0 sigur á Eistlandi

15. ágúst, HM: 5-0 sigur á Serbíu

2008

30. október, EM: 3-0 sigur á Írlandi

26. júní, EM: 7-0 sigur á Grikklandi

21. júní, EM: 5-0 sigur á Slóveníu

2007

21. júní, EM: 5-0 sigur á Serbíu

16. júní, EM: 1-0 sigur á Frakklandi

2006

26. ágúst, HM: 0-1 tap fyrir Svíþjóð

19. ágúst, HM: 2-4 tap fyrir Tékklandi

18. júní, HM: 3-0 sigur á Portúgal

2005

21. ágúst, HM: 3-0 sigur á Hvíta-Rússlandi

2004

22. ágúst. EM: 0-2 tap fyrir Rússlandi

2. júní, EM: 0-3 tap fyrir Frakklandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×