Breaking Bad sóttur ólöglega 500 þúsund sinnum á 12 tímum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. september 2013 23:34 Breaking Bad voru taldir bestir á Emmy verðlaunahátíðinni fyrr á árinu. Mynd/AFP Síðasta þættinum af Breaking Bad var halað ólöglega niður 500 þúsund sinnum á 12 klukkutímum eftir að fyrsta ólöglega útgáfan komst í umferð. Þetta gerir þáttinn að mest sótta þætti Breaking Bad frá upphafi. Þessi þáttur var sá síðasti í þáttaröðinni sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og var hann sýndur í gærkvöldi. Þátturinn var oftast sóttur í löndum þar sem þó er hægt að nálgast hann með löglegum hætti. Þetta kemur fram hjá TorrentFreak sem rannsakaði niðurhal 14 þúsund notenda sinna og komst að því að flestir sem sóttu þáttinn voru staddir í Ástralíu eða 18 prósent. Næstflestir voru staddir í Bandaríkjunum eða 14,5 prósent og á eftir þeim fylgdi Bretland með 9,3 prósenta hlutdeild í fjölda sóttra þátta. Þar hafa þættirnir komið á Netflix daginn eftir sýningu þeirra í Bandaríkjunum. Þegar mest lét voru 85 þúsund einstaklingar um heim allan að deila sama eintakinu. Þetta slær þó ekki fyrr met en það á þátturinn Game of Thrones þegar 170 þúsund manns deildu sama eintakinu. 10,3 milljónir áhorfenda settust fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Bandaríkjunum þegar þátturinn var sýndur sem að er töluverð fjölgun frá því að fyrsta þáttaröðin fór í loftið. Þá horfðu að meðaltali aðeins hálf milljón Bandaríkjamanna á þáttinn. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Síðasta þættinum af Breaking Bad var halað ólöglega niður 500 þúsund sinnum á 12 klukkutímum eftir að fyrsta ólöglega útgáfan komst í umferð. Þetta gerir þáttinn að mest sótta þætti Breaking Bad frá upphafi. Þessi þáttur var sá síðasti í þáttaröðinni sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og var hann sýndur í gærkvöldi. Þátturinn var oftast sóttur í löndum þar sem þó er hægt að nálgast hann með löglegum hætti. Þetta kemur fram hjá TorrentFreak sem rannsakaði niðurhal 14 þúsund notenda sinna og komst að því að flestir sem sóttu þáttinn voru staddir í Ástralíu eða 18 prósent. Næstflestir voru staddir í Bandaríkjunum eða 14,5 prósent og á eftir þeim fylgdi Bretland með 9,3 prósenta hlutdeild í fjölda sóttra þátta. Þar hafa þættirnir komið á Netflix daginn eftir sýningu þeirra í Bandaríkjunum. Þegar mest lét voru 85 þúsund einstaklingar um heim allan að deila sama eintakinu. Þetta slær þó ekki fyrr met en það á þátturinn Game of Thrones þegar 170 þúsund manns deildu sama eintakinu. 10,3 milljónir áhorfenda settust fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Bandaríkjunum þegar þátturinn var sýndur sem að er töluverð fjölgun frá því að fyrsta þáttaröðin fór í loftið. Þá horfðu að meðaltali aðeins hálf milljón Bandaríkjamanna á þáttinn.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira