Körfubolti

Valsmenn styrkja sig inn í teig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Valentínusson.
Guðni Valentínusson. Mynd: www.aaifbasket.dk
Guðni Valentínusson hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann kemur til Vals frá Danmörk þar sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna.

Guðni er 28 ára og 204 miðherji sem hefur spilað bæði með Snæfelli og Fjölni hér á landi. Hann lék síðast með Aarhus BC í Danmörku þar sem hann var með 3,6 stig og 1,9 fráköst á 15,3 mínútum tímabilið 2012-13.

Guðni Valentínusson náði því að verða bæði Danmerkurmeistari og bikarmeistari með Bakken Bears liðinu (2011 og 2010).

Valsmenn eru nýliðar í Domnios-deildinni en liðinu gekk ekki vel í Lengjubikarnum þar sem Hlíðarendapiltar töpuðu öllum sínum leikjum. Liðið mætir Haukum í nýliðaslag í fyrstu umferð Domnios-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×