Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Akureyri 26-21 | Frábær endasprettur bjargaði Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 18. október 2013 12:38 Geir Guðmundsson mætir sínum gömlu félögum í kvöld. myn Ótrúlegur endasprettur tryggði Val 26-21 sigur á Akureyri í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimvelli Vals. Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Akureyri var þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá breytti Valur í fimm plús einn vörn sem lokaði flestum leiðum að markinu. Á sama tíma var Akureyri nokkuð manni færri og undir lokin gaf annars öflug vörn liðsins sig. Liðin voru lengi í gang í kvöld. Akureyri byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð. Sóknir liðanna voru mjög lengi í gang en Akureyri náði að hrista sína saman á undan Val og lagði það grunninn að því að Akureyri komst yfir aftur og hélt forystunni allt til hálfleiks þar sem liðið var tveimur mörkum yfir 13-11. Akureyri hélt frumkvæðinu framan af seinni hálfleik var 17-20 yfir þegar korter var eftir. Sóknarleikur liðsins hafði fram að því gengið vel og vörnin verið góð en þá hrundi leikur liðsins og mótlætið fór að taka sinn toll en Akureyri var manni færri í 18 mínútur í leiknum auk þess sem ódýrum vítaköstum rigndi í leiknum. Valur skoraði níu af tíu síðustu mörkum leiksins síðustu 15 mínúturnar. Val dugði að leika vel í stundarfjóðung og vinna loks sigur eftir þrjú töp í röð. Liðin eru því nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 4 stig en ÍBV er einnig með 4 stig í 5. sæti. Jovan Kukobat var langbesti leikmaður Akureyrar með 22 skot varin en innkoma Lárusar Helga Ólafssonar í mark Vals skipti sköpum því hann varði frábærlega seint í leiknum fyrir aftan góða vörn Vals. Ólafur: Heppnir að stórum hluta„Þau leyna á sér þessi stig víst, það er eitthvað sem þau gera. Það er bara það og þetta síðasta korter sem við getum horft jákvæðum augum á,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Við breyttum aðeins útaf í vörn og það er gott að við getum verið með plan b sem við getum byggt á. Hitt var alls ekki að virka og ég get tekið það á mig sem þjálfara. Þetta er búið að vera aðeins of mikið fyrir strákana. Þeir eru duglegir og allir af vilja gerðir en það er svolítið mikil spenna í þessu hjá okkur. „Það er mikil tregða í þessu sóknarlega og við skorum tvö, þrjú mörk sem ég myndi segja að væru mjúk mörk. Allt hitt er rosalega erfitt. Eins og við séum að spóla á svelli. „Strákarnir sýndu karakter. Við vorum við það að kokksa allir. Þrír tapleikir plús það að hlutirnir voru ekki að virka á 45 mínútu. „Við vorum heppnir líka í lokin. Við vorum heppnir að fá fráköst, heppnir að fá sum vítin þegar við skorum ekki á línunni og fáum víti. Þeir hefðu getað sleppt því að dæma. Við vorum heppnir með dóma líka og Akureyringar eru skiljanlega eitthvað leiðir yfir því. Ég greindi skiljanlega pirring yfir því. „Heppnir að stórum hluta en auðvitað líka smá karakter og vilji,“ sagði Ólafur sem skipti ekki eins miklu á fimmtán mínútna fresti og í fyrstu leikjum tímabilsins. „Það var nokkuð stór skipting í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik héldum við nokkurn vegin okkar. Ég er kannski að afsala mér svolítið ábyrgð með því að segja bara korter, korter. Mitt hlutverk er að skynja leikmenn, hvernig þeim líður og hvernig þeir eru að spila. Ég vil að allir spili og það verður áfram málið en ég geri engum greiða ef honum líður ekki vel og er að stressast upp og er þá ekki að hjálpa til. „Ég er líka að læra og er að sjá karakterana og hvernig þetta rúllar. „Þetta snýst um að hafa sem flesta aktíva. Það er sú speki. Ef allir eru góðir og með sjálfstraust þá getum við haldið því og við viljum reyna að halda því sem jafnast og allur hópurinn gangi nokkuð sáttur af velli en ekki bara einhverjir sjö,“ sagði Ólafur. Heimir: Þessi dómur í lokin var rosalegur„Ég ætla að taka það fram að mér fannst þeir dæma allt í lagi. Þeir héldu sinni línu og bæði lið fengu sín víti sem er tíska í dag en þessi dómur í lokin var rosalegur,“ sagði Heimir Örn Árnason allt annað en sáttur við það þegar Þrándur Gíslason fékk dýrar tvær mínútur þegar sex mínútur voru eftir að leiknum og staðan 21-20. „Við vorum búnir að vera í vörn í tvær mínútur, brjáluð barátta og búið að stoppa tímann fjórum sinnum til að þurrka gólfið. Svo fáum við tvær mínútur fyrir algjört bull. Þegar það er lítið skorað í lokin þá skiptir þetta öllu máli. Það er bara þannig. „Það var aftan í útaf og hinum megin ekki. Samræmið var svo sem allt í lagi í heildina. Mér fannst þetta ekki sanngjarn fimm marka sigur,“ sagði Heimir sem beit í tunguna á sér. „Mér fannst við með þá. Þetta var kjaftæði í lokin. Bæði við og utan að komandi aðstæður sem við stjórnum ekki. Við fáum nokkur aula mörk á okkur þar sem við stöndum vörn í tvær mínútur en ég trúi ekki að við höfum tapað. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér fannst við eiga það skilið. Ég skil ekki hvað fór úrskeiðis á síðustu tíu.“ Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Ótrúlegur endasprettur tryggði Val 26-21 sigur á Akureyri í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimvelli Vals. Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Akureyri var þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá breytti Valur í fimm plús einn vörn sem lokaði flestum leiðum að markinu. Á sama tíma var Akureyri nokkuð manni færri og undir lokin gaf annars öflug vörn liðsins sig. Liðin voru lengi í gang í kvöld. Akureyri byrjaði betur og skoraði tvö fyrstu mörkin en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð. Sóknir liðanna voru mjög lengi í gang en Akureyri náði að hrista sína saman á undan Val og lagði það grunninn að því að Akureyri komst yfir aftur og hélt forystunni allt til hálfleiks þar sem liðið var tveimur mörkum yfir 13-11. Akureyri hélt frumkvæðinu framan af seinni hálfleik var 17-20 yfir þegar korter var eftir. Sóknarleikur liðsins hafði fram að því gengið vel og vörnin verið góð en þá hrundi leikur liðsins og mótlætið fór að taka sinn toll en Akureyri var manni færri í 18 mínútur í leiknum auk þess sem ódýrum vítaköstum rigndi í leiknum. Valur skoraði níu af tíu síðustu mörkum leiksins síðustu 15 mínúturnar. Val dugði að leika vel í stundarfjóðung og vinna loks sigur eftir þrjú töp í röð. Liðin eru því nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti með 4 stig en ÍBV er einnig með 4 stig í 5. sæti. Jovan Kukobat var langbesti leikmaður Akureyrar með 22 skot varin en innkoma Lárusar Helga Ólafssonar í mark Vals skipti sköpum því hann varði frábærlega seint í leiknum fyrir aftan góða vörn Vals. Ólafur: Heppnir að stórum hluta„Þau leyna á sér þessi stig víst, það er eitthvað sem þau gera. Það er bara það og þetta síðasta korter sem við getum horft jákvæðum augum á,“ sagði Ólafur Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Við breyttum aðeins útaf í vörn og það er gott að við getum verið með plan b sem við getum byggt á. Hitt var alls ekki að virka og ég get tekið það á mig sem þjálfara. Þetta er búið að vera aðeins of mikið fyrir strákana. Þeir eru duglegir og allir af vilja gerðir en það er svolítið mikil spenna í þessu hjá okkur. „Það er mikil tregða í þessu sóknarlega og við skorum tvö, þrjú mörk sem ég myndi segja að væru mjúk mörk. Allt hitt er rosalega erfitt. Eins og við séum að spóla á svelli. „Strákarnir sýndu karakter. Við vorum við það að kokksa allir. Þrír tapleikir plús það að hlutirnir voru ekki að virka á 45 mínútu. „Við vorum heppnir líka í lokin. Við vorum heppnir að fá fráköst, heppnir að fá sum vítin þegar við skorum ekki á línunni og fáum víti. Þeir hefðu getað sleppt því að dæma. Við vorum heppnir með dóma líka og Akureyringar eru skiljanlega eitthvað leiðir yfir því. Ég greindi skiljanlega pirring yfir því. „Heppnir að stórum hluta en auðvitað líka smá karakter og vilji,“ sagði Ólafur sem skipti ekki eins miklu á fimmtán mínútna fresti og í fyrstu leikjum tímabilsins. „Það var nokkuð stór skipting í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik héldum við nokkurn vegin okkar. Ég er kannski að afsala mér svolítið ábyrgð með því að segja bara korter, korter. Mitt hlutverk er að skynja leikmenn, hvernig þeim líður og hvernig þeir eru að spila. Ég vil að allir spili og það verður áfram málið en ég geri engum greiða ef honum líður ekki vel og er að stressast upp og er þá ekki að hjálpa til. „Ég er líka að læra og er að sjá karakterana og hvernig þetta rúllar. „Þetta snýst um að hafa sem flesta aktíva. Það er sú speki. Ef allir eru góðir og með sjálfstraust þá getum við haldið því og við viljum reyna að halda því sem jafnast og allur hópurinn gangi nokkuð sáttur af velli en ekki bara einhverjir sjö,“ sagði Ólafur. Heimir: Þessi dómur í lokin var rosalegur„Ég ætla að taka það fram að mér fannst þeir dæma allt í lagi. Þeir héldu sinni línu og bæði lið fengu sín víti sem er tíska í dag en þessi dómur í lokin var rosalegur,“ sagði Heimir Örn Árnason allt annað en sáttur við það þegar Þrándur Gíslason fékk dýrar tvær mínútur þegar sex mínútur voru eftir að leiknum og staðan 21-20. „Við vorum búnir að vera í vörn í tvær mínútur, brjáluð barátta og búið að stoppa tímann fjórum sinnum til að þurrka gólfið. Svo fáum við tvær mínútur fyrir algjört bull. Þegar það er lítið skorað í lokin þá skiptir þetta öllu máli. Það er bara þannig. „Það var aftan í útaf og hinum megin ekki. Samræmið var svo sem allt í lagi í heildina. Mér fannst þetta ekki sanngjarn fimm marka sigur,“ sagði Heimir sem beit í tunguna á sér. „Mér fannst við með þá. Þetta var kjaftæði í lokin. Bæði við og utan að komandi aðstæður sem við stjórnum ekki. Við fáum nokkur aula mörk á okkur þar sem við stöndum vörn í tvær mínútur en ég trúi ekki að við höfum tapað. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér fannst við eiga það skilið. Ég skil ekki hvað fór úrskeiðis á síðustu tíu.“
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira