Íslenski boltinn

Ísland með tæknitröll í vörninni - Ragnar sýnir listir sínar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Mynd/Heimasíða FCK og Youtube
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, átti flottan leik í 2-0 sigri á Kýpur á föstudagskvöldið en íslenska landsliðið hélt þá marki sínu hreinu í fyrsta sinn í sjö leikjum í undankeppni HM 2014.

Ragnar er kannski ekki mjög þekktur fyrir tækni-tilþrif inn á vellinum en hann sýnir listir sínar í nýju kennslumyndbandi á heimasíðu danska félagsins FC Kaupmannahöfn þar sem Ragnar hefur er fastamaður.

Það er ljóst á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan að Ísland er með tæknitröll í vörninni sinni. Vonandi reynir Ragnar samt ekki einhverjar svona kúnstir í öftustu línu á móti Noregi í Osló á þriðjudagskvöldið enda gæti slík áhætta endað illa fyrir íslenska liðið sem er í dauðafæri að tryggja sér sæti í umspili um sæti á HM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×