Körfubolti

LeBron James vill spila í Rio 2016

Stefán Árni Pálsson skrifar
Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur áhuga á því að spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Rio sem fara fram árið 2016.

Hann gæti með því orðið einn af þremur körfuboltaleikmönnum Bandaríkjanna í sögunni til að taka þátt á þremur Ólympíuleikum.

„Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun hvort ég ætli mér á Ólympíuleikana en ég vonast til þess að vera í nægilega góðu formi á þeim tíma,“ sagði James í viðtali við NBA.com

James verður 31 árs þegar leikarnir í Rio byrja en hann var lykilleikamaður í liðinu sem vann gullið á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Lebron James leikur með Miami Heat en liðið hefur unnið deildina tvö tímabil í röð en liðið mætir Chicago Bulls að miðnætti í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×