Vettel: Erfitt að vera púaður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 12:42 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“ Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira