Körfubolti

KR-ingar þurfa engan Kana þegar þeir hafa Pavel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Mynd/Daníel
KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Stykkishólmi í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli, 99-84. KR-liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni í ár.

KR-liðið lét það ekkert spilla deginum að Bandaríkjamaðurinn Shawn Atupem stakk af fyrir leikinn og það voru íslenskir leikmenn liðsins sem sýndu styrk sinn í kvöld. Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu (20 stig, 22 frákast og 13 stoðsendingar), Darri Hilmarsson skoraði 22 stig og Helgi Már Magnússon skoraði 16 af 25 stigum sínu í fyrri hálfleik.

Kristján Pétur Andrésson skoraði 20 stig á 20 mínútum fyrir Snæfell og Vance Cooksey skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar.

KR-ingar skoruðu sex stig í röð og komast í 13-7 um miðjan fyrsta leikhlutann en liðið skiptust á því að hafa forystu á fyrstu mínútum leiksins. KR var einu stigi yfir við lok fyrsta leikhlutans, 21-20, þar sem að Pavel Ermolinskij var strax kominn með 6 stig og 6 fráköst fyrir KR.

KR-ingar voru síðan tólf stigum yfir í hálfleik, 47-35, eftir að hafa unnið síðustu fjórar mínútur hálfleiksins 18-6. Helgi Már Magnússon setti niður tvo þrista á þessum kafla og var kominn með sextán stig í hálfleik.

KR fylgdi þessu eftir með góðri byrjun á seinni hálfleiknum og var komið 19 stigum yfir, 57-38, eftir fimm mínútna leik. KR vann 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 69-52, en Pavel var þá þegar kominn með þrefalda tvennu (13 stig, 21 frákast og 10 stoðsendingar).

KR-ingar sigldu sigrinum í höfn í fjórða leikhlutanum en heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×