Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:15 Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér. Ajax var síst lakara liðið í leiknum og fékk dauðafæri rétt áður en Celtic-liðið skoraði mörkin sín. Celtic hefur nú tveimur stigum meira en Ajax sem er á botni H-riðilsins með eitt stig af níu mögulegum. Ajax endaði leikinn manni fleiri eftir að Celtic-maðurinn Nir Biton fékk beint rautt spjald á 88. mínútu og náði að minnka muninn á lokasekúndum leiksins. Ajax var hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum og Daninn Christian Poulsen átti skot í slá áður en heimamenn í Celtic komust yfir. Anthony Stokes fiskaði víti á Stefano Denswil á lokamínútu fyrri hálfleiks og James Forrest skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og opnaði markareikning Celtic í Meistaradeildinni í ár. Stuðningsmenn Ajax voru allt annað en sáttir með þetta víti enda eflaust enn í fersku minni ódyra vítaspyrnan sem AC Milan leikmaðurinn Mario Balotelli fékk á móti þeim í síðustu umferð. Ajax fékk líka mjög gott færi skömmu áður en Beram Kayal kom Celtic í 2-0 en langskot hans fór af umræddum Stefano Denswil og í markið. Kolbeinn Sigþórsson fékk algjör dauðafæri tveimur mínútum eftir annað markið en skot hans sleikti fjærstöngina. Lasse Schöne minnkaði muninn í 2-1 á fjórðu mínútu í uppbótartíma en það kom alltof seint og Celtic-menn fögnuðu sigri. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér. Ajax var síst lakara liðið í leiknum og fékk dauðafæri rétt áður en Celtic-liðið skoraði mörkin sín. Celtic hefur nú tveimur stigum meira en Ajax sem er á botni H-riðilsins með eitt stig af níu mögulegum. Ajax endaði leikinn manni fleiri eftir að Celtic-maðurinn Nir Biton fékk beint rautt spjald á 88. mínútu og náði að minnka muninn á lokasekúndum leiksins. Ajax var hættulegra liðið í fyrri hálfleiknum og Daninn Christian Poulsen átti skot í slá áður en heimamenn í Celtic komust yfir. Anthony Stokes fiskaði víti á Stefano Denswil á lokamínútu fyrri hálfleiks og James Forrest skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og opnaði markareikning Celtic í Meistaradeildinni í ár. Stuðningsmenn Ajax voru allt annað en sáttir með þetta víti enda eflaust enn í fersku minni ódyra vítaspyrnan sem AC Milan leikmaðurinn Mario Balotelli fékk á móti þeim í síðustu umferð. Ajax fékk líka mjög gott færi skömmu áður en Beram Kayal kom Celtic í 2-0 en langskot hans fór af umræddum Stefano Denswil og í markið. Kolbeinn Sigþórsson fékk algjör dauðafæri tveimur mínútum eftir annað markið en skot hans sleikti fjærstöngina. Lasse Schöne minnkaði muninn í 2-1 á fjórðu mínútu í uppbótartíma en það kom alltof seint og Celtic-menn fögnuðu sigri.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira