Páll Óskar berst við uppvakninga í nýrri bók Hugleiks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. október 2013 15:45 Blóð og innyfli spila að sjálfsögðu stóra rullu í Ógæfu. Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skopteiknarinn og þúsundþjalasmiðurinn Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær nýjar bækur á morgun. Önnur þeirra er samansafn úr eldri bókum listamannsins og ber nafnið My Pussy is Hungry. Hin er síðan glæný saga sem Hugleikur skrifaði og teiknarinn Rán Flygenring myndskreitti. Bókin heitir Ógæfa og er hluti bókaraðarinnar Endir, sem hóf göngu sína í fyrra með bókinni opinberun. „Þetta er concept-sería þar sem heimurinn endar í hverri bók en alltaf á mismunandi hátt,“ segir Hugleikur, en hann skrifaði og teiknaði fyrstu bókina sjálfur. „Í þessari bók er það Reykjavík, aðallega miðbær Reykjavíkur, sem verður fyrir barðinu á uppvakningum, eða zombie holocaust eins og það er kallað. Þessar zombíur hegða sér á sérstakan hátt, einkenni þeirra er fylleríslæti, og þá er í raun enginn munur á þeim og venjulegum fyllibyttum. Að þá vandast málið fyrir þá sem berjast við uppvakningana, sérstaklega leiðtoga þeirra.“Hugleikur skrifaði söguna en Rán Flygenring myndskreytti.Aðalpersóna Ógæfu og fyrrnefndur leiðtogi er enginn annar en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, og var bókin unnin í samstarfi við Pál sjálfan. „Hann var nú síður en svo miður sín þegar hann komst að því að hann fengi að berjast við zombíur, enda annálaður hryllingsmyndaunnandi,“ segir Hugleikur. Bækurnar koma í verslanir á morgun í tilefni Hrekkjavöku og verður útgáfunni fagnað í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi klukkan 17 á föstudag. Þar mun Prins Póló stíga á stokk, að sögn Hugleiks, og tjá sig með tónlist.Ógæfa er önnur bókin í bókaflokknum Endi.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira