NBA: Indiana áfram taplaust - annar sigur Boston í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 11:00 Paul George hjá Indian Pacers. Mynd/AP Indiana Pacers er eina ósigraða lið NBA-deildarinnar í körfubolta og það breyttist ekki í nótt þegar liðið vann sinn sjötta leik í röð. Los Angeles Lakers og Brooklyn Nets töpuðu sínum leikjum en Boston Celtic og Philadelphia 76ers unnu.Paul George skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Indiana Pacers vann 91-84 sigur á Toronto Raptors. George var einnig með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Roy Hibbert skoraði 20 stig fyrir Indiana-liðið og George Hill var með 14 stig en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Toronto.Evan Turner var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 94-79 sigur á Cleveland Cavaliers. 76ers-liðið vann upp fjórtán stiga forskot Cleveland í fjórða sigri sínum í sex leikjum.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Andrea Bargnani var með 25 stig þegar New York Knicks vann 101-91 sigur á Charlotte Bobcats.Bradley Beal skoraði 27 stig þegar Washington Wizards vann 112-108 sigur á Brooklyn Nets í framlengdum leik en þetta var þriðja tap Brooklyn í fimm leikjum. Trevor Ariza setti niður risa þrist 40,3 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar en Nene tryggði Wizards-framlenginguna 1,2 sekúndum fyrir leikslok.Boston Celtics fagnaði sínum öðrum sigri í röð þegar liðið vann Orlando Magic 91-89 þar sem Brandon Bass var stigahæstur með 16 stig. Boston tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Brad Stevens en er að vinna þessa leiki á öflugri vörn og sameiginlegu átaki í sókninni.Kevin Durant skoraði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 119-100 sigri Oklahoma City Thunder á Detroit Pistons. Russell Westbrook var með 20 stig en hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum. Thunder-liðið hefur unnið 4 af 5 leikjum sínum.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann 96-85 sigur á Los Angeles Lakers en 11 stiga hans komu í lokaleikhlutanum. Lakers-liðið tapaði þarna sínum fyrsta leik fyrir New Orleans síðan 2010.Kevin Martin skoraði 23 af 32 stigum sínum í seinni hálfleik og Kevin Love var með 32 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 116-108 sigur á Dallas Mavericks.Luol Deng var með 19 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Chicago Bulls vann 97-73 sigur á Utah Jazz. Utah-liðið hefur tapað fyrstu sex leikjum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - NY Knicks 91-101 Indiana Pacers - Toronto Raptors 91-84 Orlando Magic - Boston Celtics 89-91 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 94-79 Washington Wizards - Brooklyn Nets 112-108 (framlenging) Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 110-119 Chicago Bulls - Utah Jazz 97-73 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 116-108 New Orleans Pelicans - LA Lakers 96-85 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 76-74 Phoenix Suns - Denver Nuggets 114-103 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Indiana Pacers er eina ósigraða lið NBA-deildarinnar í körfubolta og það breyttist ekki í nótt þegar liðið vann sinn sjötta leik í röð. Los Angeles Lakers og Brooklyn Nets töpuðu sínum leikjum en Boston Celtic og Philadelphia 76ers unnu.Paul George skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Indiana Pacers vann 91-84 sigur á Toronto Raptors. George var einnig með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Roy Hibbert skoraði 20 stig fyrir Indiana-liðið og George Hill var með 14 stig en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Toronto.Evan Turner var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 94-79 sigur á Cleveland Cavaliers. 76ers-liðið vann upp fjórtán stiga forskot Cleveland í fjórða sigri sínum í sex leikjum.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Andrea Bargnani var með 25 stig þegar New York Knicks vann 101-91 sigur á Charlotte Bobcats.Bradley Beal skoraði 27 stig þegar Washington Wizards vann 112-108 sigur á Brooklyn Nets í framlengdum leik en þetta var þriðja tap Brooklyn í fimm leikjum. Trevor Ariza setti niður risa þrist 40,3 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar en Nene tryggði Wizards-framlenginguna 1,2 sekúndum fyrir leikslok.Boston Celtics fagnaði sínum öðrum sigri í röð þegar liðið vann Orlando Magic 91-89 þar sem Brandon Bass var stigahæstur með 16 stig. Boston tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Brad Stevens en er að vinna þessa leiki á öflugri vörn og sameiginlegu átaki í sókninni.Kevin Durant skoraði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 119-100 sigri Oklahoma City Thunder á Detroit Pistons. Russell Westbrook var með 20 stig en hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum. Thunder-liðið hefur unnið 4 af 5 leikjum sínum.Anthony Davis skoraði 32 stig þegar New Orleans Pelicans vann 96-85 sigur á Los Angeles Lakers en 11 stiga hans komu í lokaleikhlutanum. Lakers-liðið tapaði þarna sínum fyrsta leik fyrir New Orleans síðan 2010.Kevin Martin skoraði 23 af 32 stigum sínum í seinni hálfleik og Kevin Love var með 32 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 116-108 sigur á Dallas Mavericks.Luol Deng var með 19 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Chicago Bulls vann 97-73 sigur á Utah Jazz. Utah-liðið hefur tapað fyrstu sex leikjum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats - NY Knicks 91-101 Indiana Pacers - Toronto Raptors 91-84 Orlando Magic - Boston Celtics 89-91 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 94-79 Washington Wizards - Brooklyn Nets 112-108 (framlenging) Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 110-119 Chicago Bulls - Utah Jazz 97-73 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 116-108 New Orleans Pelicans - LA Lakers 96-85 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 76-74 Phoenix Suns - Denver Nuggets 114-103 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings
NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti