Körfubolti

Loksins vann Boston | Pacers ósigraðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Boston Celtics vann loksins fyrsta leik í NBA-deildinni í nótt þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Utah Jazz, 97-87, í Boston. Bæði lið höfðu farið skelfilega af stað í deildinni og tapað öllum sínum leikjum en Boston landaði mikilvægum sigri.

Utah Jazz hefur því tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni. Brandon Bass vat akvæðamestur í liði Boston Celtics með 20 stig. Orlando Magic vann nokkuð óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 98-90, en leikurinn fór fram í Flórída. Nikola Vucevic skoraði 31 stig fyrir Magic í leiknum og tók 21 frákast.

Chicago Bulls hefur aðeins unnið einn leik í byrjun tímabilsins en liðið tapaði fyrir Indiana Pacers í nótt, 97-80. Pacers hefur unnið alla sína fimm leiki og fer vel af stað í deildinni. Paul George gerði 21 stig fyrir Pacers í leiknum en Derrick Rose var með 17 hjá Bulls.

Úrslit:

Indiana Pacers - Chicago Bulls 97-80

Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 109-104

Minnesota Timberwolves - Golde State Warriors 93-106

Charlotte Bobcats – Toronto Raptors 92-90

San Antonio Spurs – Phoenix Suns 99-96

Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 84-95

Oklahoma City Thunder – Dallas Mavericks 107-93

Orlando Magic - LA Clippers 98-90

Boston Celtics – Utah Jazz 97-87

Philadelphia 76´s – Washington Wizzards 102-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×