Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2013 12:45 Bíllinn sem Gunnar og félagar óku. Mynd/Haraldur Dean Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram. Íþróttir MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram.
Íþróttir MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira