Vettel vann sjöunda kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 15:02 Sebastian Vettel í sérflokki. Mynd/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94 Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira