Vettel vann sjöunda kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 15:02 Sebastian Vettel í sérflokki. Mynd/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94 Formúla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94
Formúla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira