Körfubolti

76ers skelltu Bulls

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rose réð ekkert við nýliðann í nótt
Rose réð ekkert við nýliðann í nótt MYND:NORDIC PHOTOS/AP
Ótrúleg byrjun Philadelphia 76ers heldur áfram í NBA körfuboltanum. 76ers er enn ósigrað eftir nóttina en liðið lagði Chicago Bulls 107-104 á heimavelli sínum í nótt þar sem nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum.

Carter Williams skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar í baráttu sinni með Derrick Rose en Rose náði sér ekki á strik í leiknum.

Bulls var 15 stigum yfir í hálfleik en 76ers vann forskotið upp í þriðja leikhluta og tryggði sér þriðja sigurinn í jafn mörgum leikjum á lokaprettinum. Evan Turner skoraði 20 stig fyrir 76ers og Spencer Hawes 18 auk þess að taka 11 fráköst.

Hjá Bulls skoraði Carlos Boozer 22 stig og Luol Deng 20.

Indiana Pacers er einnig ósigrað eftir þrjá leiki. Pacers vann Cleveland Cavaliers örugglega 89-74 í Indianapolis. Lance Stephenson skoraði 22 stig og Paul George 21 fyrir Indiana. George tók einnig 13 fráköst.

Dion Waiters skoraði 17 stig fyrir Cavaliers og Kyrie Irving 15.

Chandler Parsons fór fyrir Houston Rockets sem lagði Utah Jazz 104-93. Rockets hefur unnið alla þrjá leiki sína en Jazz tapað öllum sínum.

Parsons skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. James Harden skoraði 23 stig og Jeremy Lin 20.

Richard Jefferson skoraði 18 stig fyrir Utah Jazz. Enes Kanter skoraði 16 og Gordon Hayward og Alec Burks 15.



Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers – Cleveland Cavaliers 89-74

Philadelphia 76ers – Chicago Bulls 107-104

New Orleans Pelicans – Charlotte Bobcats 105-84

Dallas Mavericks – Memphis Grizzlies 111-99

Milwaukee Bucks – Toronto Raptors 90-97

Utah Jazz – Houston Rockets 93-104

Portland Trail Blazers – San Antonio Spurs 115-105

Golden State Warriors – Sacramento Kings 98-87

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×