Undrast að Al-Thani sé ekki ákærður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. nóvember 2013 16:45 Síðasti dagur í réttarhaldinu í Al Thani- málinu var í dag. mynd/365 Síðasti dagur í réttarhaldinu í Al Thani- málinu var í dag. Verjendur Sigurðar Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar fluttu varnarræður. Hreiðar Már Sigurðsson var einnig ákærður í málinu en verjandi hans flutti varnarræðu í gær.Ekki hlutverk stjórnarformanns að skoða verkferla Verjandi Sigurðar byrjaði daginn og eins og fram kom á Vísi í morgun sagði hann að ákæruvaldið hefði farið verulega fram úr sér og sent frá sér rangar upplýsingar þegar embætti sérstaks saksóknara stóð fyrir því að Sigurður var eftirlýstur hjá Interpol. Verjandinn dró þá ályktun að þetta væri ein af ástæðum þess að Sigurður hafi verið ákærður í málinu, þar sem sérstakur saksóknari hafi ekki getað sleppt því eftir allt sem á undan var gengið. Verjandinn hélt því einnig fram að Sigurður hefði aldrei samþykkt lánið sem ákært er útaf. Sigurður hafi hvorki tekið ákvörðun um veitingu lánsins né séð um frágang á lánunum. Verjandinn sagði að slíkt hefði ekki verið á verksviði Sigurðar hjá bankanum þar sem hann var stjórnarformaður. Hann sagði að Sigurður hefði ekki talið annað en að viðskiptin væru í samræmi við lög. Bankinn hafi á þessum tíma verið eitt stærsta fyrirtæki landsins og hafi haft sérfræðinga í starfi sem hafi séð um viðskipti sem þessi í ótal skipti. Sigurður hafi því haft réttmæta ástæðu til þess að halda að allt væri rétt gert í þetta skipti sem og önnur. Auk þess sagði verjandinn að það væri ekki hlutverk stjórnarformanns sem var þar að auki búsettur erlendis að fylgja málum eftir og skoða verkferla.Segir starfsmenn sérstaks saksóknara hugsanlega ekki skilja málið ekki hlítarÁ eftir verjanda Sigurðar tók verjandi Ólafs Ólafssonar til varna. Ólafur er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og fyrir hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Verjandi Ólafs sagði að það skapaði óvissu í málinu að Al-Thani sjálfur hefði ekki verið kvaddur fyrir dóm og slíkt bæri að túlka ákærðu í vil. Ekki væri hægt að spyrja Al-Thani út í viðskiptin. Verjandinn benti á að Ólafur væri ekki sérfræðingur í bankaviðskiptum og hafi því ekki vitað um reglur Kaupþings. Hann benti jafnframt á að Ólafur hafi ekki verið stjórnandi innan bankans. Hann lýsti yfir furðu að ákæruvaldið héldi sig við þá málsástæðu að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum en þannig hafi það ekki verið. Verjandinn sagði að viðskiptin hefðu verið slæm fyrir Al-Thani þar sem hann lagði fram sjálfskuldarábyrgð upp á 13 milljarða en átti að sjá á eftir hagnaði til annarra. Sannleikurinn hefði verið að Al-Thani átti að fá allan hagnað og átti að bera allt tap af viðskiptunum. Hann hafi lagt fram sjálfskuldarábyrgð og nánast enginn munur sé á því og eigin fé. Verjandinn sagði svo að ef fallist yrði á málatilbúnað ákæruvaldsins í þessu máli væru öll skuldsett viðskipti markaðsmisnotkun. Í raun væri um að ræða samsæriskenningu ákæruvaldsins, hugsanlega vegna þess að starfsmenn sérstaks saksóknara skildu málið ekki hlítar.Íslenskir dómstólar eiga ekki lögsögu Verjandi Magnúsar Guðmundssonar flutti sína ræðu á eftir verjanda Ólafs. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Verjandinn benti á að íslenskir dómstólar ættu ekki lögsögu í málinu þar sem hin meintu brot hefðu átt sér stað í Lúxemborg, á Bretlandi og í Katar. Ekkert af hinum meintu brotum hefði átt sér stað hér á landi. Verjandinn hélt því fram að ef um væri að ræða erlendan einstakling sem væri til dæmis bankastjóri í Mílanó bankanum þá stæði hann ólíklega fyrir íslenskum dómstólum. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju Al-Thani væri ekki ákærður í málinu fyrst að það brot hefði verið framið á Íslandi. Það hefði greinilega ekki verið neitt mál að ná í Magnús þrátt fyrir að hann hefði verið í annarri lögsögu. Hann spurði hvort það væri kannski óþægilegt að ákæra Al-Thani í málinu. Tengdar fréttir Vitnaleiðslum í Al Thani málinu lokið Saksóknari og verjandi flytja málflutningsræður sínar á miðvikudag og fimmtudag. 11. nóvember 2013 21:41 Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. 9. nóvember 2013 07:00 Hundleiðinlegt að eyða tíma í þetta Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 14. nóvember 2013 07:00 Kaupþing braut lög með fjármögnun Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. 8. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Síðasti dagur í réttarhaldinu í Al Thani- málinu var í dag. Verjendur Sigurðar Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar fluttu varnarræður. Hreiðar Már Sigurðsson var einnig ákærður í málinu en verjandi hans flutti varnarræðu í gær.Ekki hlutverk stjórnarformanns að skoða verkferla Verjandi Sigurðar byrjaði daginn og eins og fram kom á Vísi í morgun sagði hann að ákæruvaldið hefði farið verulega fram úr sér og sent frá sér rangar upplýsingar þegar embætti sérstaks saksóknara stóð fyrir því að Sigurður var eftirlýstur hjá Interpol. Verjandinn dró þá ályktun að þetta væri ein af ástæðum þess að Sigurður hafi verið ákærður í málinu, þar sem sérstakur saksóknari hafi ekki getað sleppt því eftir allt sem á undan var gengið. Verjandinn hélt því einnig fram að Sigurður hefði aldrei samþykkt lánið sem ákært er útaf. Sigurður hafi hvorki tekið ákvörðun um veitingu lánsins né séð um frágang á lánunum. Verjandinn sagði að slíkt hefði ekki verið á verksviði Sigurðar hjá bankanum þar sem hann var stjórnarformaður. Hann sagði að Sigurður hefði ekki talið annað en að viðskiptin væru í samræmi við lög. Bankinn hafi á þessum tíma verið eitt stærsta fyrirtæki landsins og hafi haft sérfræðinga í starfi sem hafi séð um viðskipti sem þessi í ótal skipti. Sigurður hafi því haft réttmæta ástæðu til þess að halda að allt væri rétt gert í þetta skipti sem og önnur. Auk þess sagði verjandinn að það væri ekki hlutverk stjórnarformanns sem var þar að auki búsettur erlendis að fylgja málum eftir og skoða verkferla.Segir starfsmenn sérstaks saksóknara hugsanlega ekki skilja málið ekki hlítarÁ eftir verjanda Sigurðar tók verjandi Ólafs Ólafssonar til varna. Ólafur er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og fyrir hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Verjandi Ólafs sagði að það skapaði óvissu í málinu að Al-Thani sjálfur hefði ekki verið kvaddur fyrir dóm og slíkt bæri að túlka ákærðu í vil. Ekki væri hægt að spyrja Al-Thani út í viðskiptin. Verjandinn benti á að Ólafur væri ekki sérfræðingur í bankaviðskiptum og hafi því ekki vitað um reglur Kaupþings. Hann benti jafnframt á að Ólafur hafi ekki verið stjórnandi innan bankans. Hann lýsti yfir furðu að ákæruvaldið héldi sig við þá málsástæðu að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum en þannig hafi það ekki verið. Verjandinn sagði að viðskiptin hefðu verið slæm fyrir Al-Thani þar sem hann lagði fram sjálfskuldarábyrgð upp á 13 milljarða en átti að sjá á eftir hagnaði til annarra. Sannleikurinn hefði verið að Al-Thani átti að fá allan hagnað og átti að bera allt tap af viðskiptunum. Hann hafi lagt fram sjálfskuldarábyrgð og nánast enginn munur sé á því og eigin fé. Verjandinn sagði svo að ef fallist yrði á málatilbúnað ákæruvaldsins í þessu máli væru öll skuldsett viðskipti markaðsmisnotkun. Í raun væri um að ræða samsæriskenningu ákæruvaldsins, hugsanlega vegna þess að starfsmenn sérstaks saksóknara skildu málið ekki hlítar.Íslenskir dómstólar eiga ekki lögsögu Verjandi Magnúsar Guðmundssonar flutti sína ræðu á eftir verjanda Ólafs. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Verjandinn benti á að íslenskir dómstólar ættu ekki lögsögu í málinu þar sem hin meintu brot hefðu átt sér stað í Lúxemborg, á Bretlandi og í Katar. Ekkert af hinum meintu brotum hefði átt sér stað hér á landi. Verjandinn hélt því fram að ef um væri að ræða erlendan einstakling sem væri til dæmis bankastjóri í Mílanó bankanum þá stæði hann ólíklega fyrir íslenskum dómstólum. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju Al-Thani væri ekki ákærður í málinu fyrst að það brot hefði verið framið á Íslandi. Það hefði greinilega ekki verið neitt mál að ná í Magnús þrátt fyrir að hann hefði verið í annarri lögsögu. Hann spurði hvort það væri kannski óþægilegt að ákæra Al-Thani í málinu.
Tengdar fréttir Vitnaleiðslum í Al Thani málinu lokið Saksóknari og verjandi flytja málflutningsræður sínar á miðvikudag og fimmtudag. 11. nóvember 2013 21:41 Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. 9. nóvember 2013 07:00 Hundleiðinlegt að eyða tíma í þetta Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 14. nóvember 2013 07:00 Kaupþing braut lög með fjármögnun Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. 8. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vitnaleiðslum í Al Thani málinu lokið Saksóknari og verjandi flytja málflutningsræður sínar á miðvikudag og fimmtudag. 11. nóvember 2013 21:41
Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. 9. nóvember 2013 07:00
Hundleiðinlegt að eyða tíma í þetta Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 14. nóvember 2013 07:00
Kaupþing braut lög með fjármögnun Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. 8. nóvember 2013 07:00